„Perspektive“ verkefnið miðar að því að nýta alla möguleika á sviði enduraðlögunar afbrotamanna. Tækifæri er ekki aðeins til að styðja fangelsi í daglegu starfi heldur einnig að leggja mikið af mörkum til samnýtingar á sérfræðingum á evrópskum vettvangi. Við höfum stofnað alþjóðlega samsteypu sem byggir á þeirri reynslu sem fengist hefur af fyrri verkefnum eins og STEPS, NEXT STEPS og ríkisframtakinu Handwerk im Hafthaus. Þau eru unnin af af reyndum leikmönnum meðal annars á sviði almannatengsla, sálfræði og viðskipta, sem starfa í samvinnu við fangelsi á hinum ýmsum Evrópulöndum.
Undirbúa fanga undir enduraðlögun með því að styrkja og efla félagsfærni sem einnig skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið.
Að efla möguleika fyrrverandi fanga á vinnumarkaðinum með því að draga úr fordómum meðal vinnuveitenda, samstarfsmanna og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu.
Aukið samstarf milli ýmissa stofnana úr viðskiptalífinu og fangelsiskerfinu í mismunandi Evrópulöndum
Að líta á fanga á öllum sviðum sem fólk sem á skilið annað tækifæri. Áherslan ætti að vera á virkan stuðning og auðvelda þátttöku fyrrverandi fanga á vinnumarkaði.
PERSPEKTIVE-Handbók: Verkleg kennsla í fangelsiskerfinu. Handbók um æfingamiðaða og framsækna kynningu á faglegri færni fanga
PERSPEKTIVE-Tímarit: Byggja brýr milli samfélagsins og fanga með því að veita innsýn í fangelsi í Evrópu, segja reynslusögur og kynna starfsmöguleika
PERSPEKTIVE-Net: Stuðla að innleiðingu fanga á vinnumarkað með því að deila reynslu innan Evrópu og í gegnum starfsmenn í fangelsiskerfinu
Að afloknum 2. verkefnisfundi í Búkarest
Tveggja daga verkefnisfundur í Búkarest heppnaðist vel! Teymið kafaði ofan í umræður um lykilþætti verkefnsins með sérstakri áherslu á Vinnupakka 4 (Sérfræðinganet) og Vinnupakka 2 (Handbók) á afkastamiklum fundi í Jilava fangelsinu. Sér í lagi upplifði verkefnis-teymið hvetjandi kennslufræðilegra æfinga með föngum ásamt ítarlegri könnun á skilgreiningu fræðilegrar nálgunar Þægindalíkans fyrir félagsmótun og betrun. Deginum lauk svo með áhugaverðri skoðunarferð um fangelsið þar sem við fengum að skyggnast inn í reynsluheim fanga.
Á öðrum fundardegi var teyminu skipt upp í tvo hópa, þar sem saman var annars vegar sérfræðingateymi fangelsa frá sex löndum og hinsvegar verkefnastjórar verkefnisins sem ræddu eiginlega verkefisstjórn undir Vinnupakka 1. Samstarfsaðilar kynntu einnig eigin innsýn PERSPEKTIVE Handbókarinnar og kynntu nýstárleg fræðsluhugtök fyrir starfsfólk fangelsa. Samvinna er kjarninn í framförum okkar og við erum spennt að deila þeirri sameiginlegu sýn að sjá fyrir okkur sérstakt PERSPEKTIVE EPALE-samfelag.
Þriðja vika febrúarmánaðar 2024 var viðburðarík vinnuvika. Upphafsfundurinn fór fram á tveimur dögum á alls fimm mismunandi stöðum, þar á meðal í húsnæði WHKT í Dusseldorf og í fangelsinu í Heinsberg. Þessi tilhögun var naðsynleg til að tryggja rúmlega 30 þátttakendum upphafsfundarins nóg rými til að kynnast hverjir öðrum og fyrir fyrstu vinnuloturnar. Á meðan einn hópur fékk leiðsögn um fangelsið í Heinsberg, vann annar hópur í hugmyndavinnu um innleiðingu vinnupakka 2 og 3 í nálægum fundarsal. Á öðrum vinnudegi var efnt til nauðsynlegra kynninga til að spá fyrir um hugsanlega samlegð milli samstarfsaðila verkefnisins. Næstu fundir í Búkarest, Reykjavík og Izmir voru jafnframt skipulagðir auk þess sem miðlunarstefna verkefnisins fyrir komandi mánuð var rædd.
Verkefnið hófst 1. desember 2023 og stendur yfir í 36 mánuði. Við hlökkum til samstarfsins.
Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them.
We will check your location suggestion and release it as soon as possible.